17. Sæti: Guðrún Jónsdóttir

17. sæti skipar Guðrún Jónsdóttir, 51 árs

Ég hef búið í Garðabænum í 22 ár eða frá því ég útskrifaðist sem tannlæknir og opnaði mína fyrstu tannlæknastofu sem ég rak í 20 ár í Garðabænum en fyrir 2 árum flutti ég stofuna mína, Tannlind, í Bæjarlindina en bý enn í Garðabænum og ætla mér að gera það um ókomna tíð.

Ég hef setið í stjórn Tannlæknafélags Íslands auk þess sem ég starfaði í skemmtinefnd félagsins í nokkur ár. Einnig hef ég starfað fyrir Handknattleiksdeild Stjörnunnar í barna og unglingaráðinu frá 2011. Ég hef verið formaður þess ráðs frá 2013 og setið í stjórn handboltans frá þeim tíma og sit þar enn -frekar þaulsetin…. Auk þess var ég 3 ár í kvennakvöldsnefnd Stjörnunnar.

Ég er mikil útivistakona og hef í raun gaman af hvers konar útivist svo sem skíðum, laxveiði, skotveiði(fuglar og hreindýr) og fjallgöngum svo eitthvað sé nefnt. Ég hef einnig mjög gaman af íþróttum en þar er handboltinn hjá Stjörnunni í fyrsta sæti og fylgist ég þar vel með af pöllunum. Auk þess hef ég mikinn áhuga á ýmiskonar hönnun, hef alltaf verið að skapa og oft sagt það að ég hafi frá barnsaldri verið með ,,njálg” í puttunum.
Það sem hefur alltaf skipt mig miklu máli er að passa uppá heilsuna svo ég geti haldið áfram að gera það sem mér finnst skemmtilegt nýtt kraftana í félagsmál og verið með dásamlegum vinum og fjölskyldunni en ég á 4 börn með eiginmanni mínum á aldrinum 12-25 ára.

Afskipti mín af stjórnmálum eru að hefjast núna nema það teljist með þegar ég fór 12 ára með vinkonu minni í Keflavíkurgönguna!

Ég hlakka mikið til þessara nýju verkefna sem bíða okkar og ætla svo sannarlega að leggja mig fram um að vinna að heilindum fyrir Garðbæinga.

Skemmtum okkur saman, það er svo gaman og látum gott af okkur leyða-lífið er of stutt fyrir eitthvað annað.