16. Sæti: Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir

16. sætið skipar Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir, 42 ára.

Starf og starfsferill: Starfa sem sérfræðingur á Ferðamálastofu – Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Áður starfaði ég sem flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands. Ég er með B.s. próf í ferðamálafræði og umhverfis- og skipulagsfræði og M.s. próf í skipulagsfræði.

Félagsmál og þátttaka í stjórnmálum: Var á lista Sjálfstæðisfélagsins árið 2014 og hef setið í skipulagsnefnd síðan þá. Ég hef verið formaður Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ síðan 2015. Árin 2014 og 2015 var ég í stjórn SFFÍ (Skipulagsfræðingafélags Íslands).

Áhugamál, hvað finnst þér skemmtilegt: Ég elska að fara í sund, vera úti í náttúrunni, ferðast og skoða eitthvað nýtt. Bestu stundirnar eru þó þær þegar við fjölskyldan gerum eitthvað saman hvort sem það eru kosýkvöld heima eða ferðalög. Ég hef mikinn áhuga á skipulagsmálum og að umhverfið og náttúran fái að njóta sín, þess vegna nýt ég að búa á Álftanesi. Yndislegur tími er þegar garðurinn lifnar við á vorin og maður getur farið út og rótað til í moldinni.

Hvað skiptir máli: Börnin mín eru það sem skiptir mig mestu máli, fjölskyldan og góð heilsa. Ég er gift Kristjáni Hallgrímssyni og eigum við saman 3 fjörug og yndisleg börn sem eru 5, 8 og 12 ára. Að vera jákvæð og taka eftir því góða í fari fólks skiptir miklu máli.

Ég er fædd og uppalin í Garðabæ. Keypti mína fyrstu íbúð á Álftanesi 2014. Flutti síðan á Hvanneyri þar sem ég var í námi og fjölskyldan stækkaði. Fluttum síðan aftur á Álftanesið rétt fyrir sameiningu en hérna er mjög gott að búa. Ég vil gera mitt besta til að varðveita þau lífsgæði og náttúru sem nesið hefur upp á að bjóða.