Eiríkur K. Þorbjörnsson

Ég heiti Eiríkur K. Þorbjörnsson, fæddur 1951 og hef búið í Garðabæ yfir 20 ár með konuminni, Svanhildi Þengilsdóttur og hér líður okkur vel.

Ég býð mig fram á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Garðabæsem fram fer 5. mars og sækisteftir 4. til 5. sæti.

Menntun mín er margþætt, ég er með rafvirkjamenntun og BSc í rafmagnstæknifræðiog MSc gráðu í Öryggis-og áhættustjórnun frá Englandi. Einnig er ég með leiðbeinandaréttindi í Skyndihjálp. Þá hef ég setið í stjórn nokkurra fyrirtækja svo og Almenna lífeyrissjóðsins og sit núna í endurskoðunarnefnd sjóðsins.

Á starfsferli mínum hef ég unnið sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra rafveitna, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar frá 1995 til 1999 og stofnaði svo mitt eigið fyrirtæki Icesec verkfræðistofu. Frá 2005 hef ég starfað hjá Verkís verkfræðistofu, lengst af sem hópstjóri og viðskiptastjóri. Einnig er ég aðstoðarframkvæmdastjóri Rafarnarins sem er fyrirtæki á heilbrigðissviði og er í eigu Verkís.

Við síðustu sveitarstjórnarkosningar var ég á lista Sjálfstæðisflokksins og hef á þessu kjörtímabili verið formaður skólanefndar Tónlistarskóla Garðabæjar.

Áhugamálin eru mörg, m.a. golf, líkamsrækt, stuðningur við vini og fjölskyldu og bygging sumarhúss.

Áherslur mínar fyrir Garðbæingaá komandi kjörtímabili eru að standa vörð um áframhaldandi góða fjárhagsstöðu bæjarins, koma að öryggismálum hverfa og bæjarfélagsins í heild sinni,styrkja menningarlíf og auka hróður Tónlistarskólans ásamt því að efla velferð og þjónusta við eldri borgara bæjarfélagsins.

Einkunnarorð mín í þessari baráttu eru gleði, öryggi og samkennd.

eirikurt@simnet.is
Facebook
Instagram
Twitter