14. Sæti: Kristjana Fjóla Sigursteinsdóttir

14. sæti skipar Kristjana Fjóla Sigursteinsdóttir 42 ára

Starf og starfsferill: Stjórnmálafræðingur frá HÍ og kennari í Garðaskóla.

Félagsmál og þátttaka í stjórnmálum: Hef verið í stjórn Hugins, stjórn Sjálfstæðisfélagsins og fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélagsins. Sat í leikskólanefnd Garðabæjar.

Áhugamál, hvað finnst þér skemmtilegt: Við hjónin eigum þrjár dætur og því fer frítíminn eðlilega í að vera með þeim. Þær æfa allar körfubolta hjá Stjörnunni og við erum dugleg að fylgja þeim eftir í íþróttinni ásamt því að missa helst ekki af leik hjá meistaraflokkunum. Svo reyni ég að fara á skíði og hlakka mikið til þegar sundlaugin okkar opnar aftur svo hægt sé að skella sér í kvöldsund með fjölskylduna í Ásgarði.

Hvað skiptir máli: Ég ólst upp í Garðabæ og hér finnst mér frábært að búa með fjölskylduna mína. Við erum með öfluga leik- og grunnskóla sem við eigum að halda áfram að efla. Hér eiga allar fjölskyldur að finna að það er gott að búa og því þarf grunnþjónusta við bæjarbúa að vera til fyrirmyndar sama á hvaða aldri fólk er.

Eitthvað annað: Er gift Herði Harðarsyni og á með honum þrjár dætur á grunnskólaaldri.