11. Sæti: Kjartan Örn Sigurðsson

11. sætið skipar Kjartan Örn Sigurðsson framkvæmdastjóri.

Það felast ómetanleg lífsgæði að búa í Garðabæ. Ég vil búa í samfélagi sem setur mannlífið og náttúruna í forgang. Samfélagi sem byggir á heiðarleika og réttlæti. Samfélagi sem sýnir umhyggju, er framtíðarheimili unga fólksins og leyfir eldri kynslóðum að njóta þess sem þær hafa áorkað.

Ég bý að góðri menntun, fjölbreyttri reynslu og góðu tengslaneti og mun leggja mig fram um að gera gagn fyrir Garðabæ og alla íbúa bæjarins. Ég vil áfram tryggja sterka fjárhagsstöðu og hófsemi í nýtingu skattstofna, fjölga öryggismyndavélum, bæta löggæslu og tryggja öryggi íbúa, tryggja aðgengi að hentugum og byggingahæfum lóðum og festa í sessi almenna snyrtimennsku og þjónustulund.

Þáttaka í stjórnmálum og félagsstörfum:
Ég hef setið í skólanefndum Álftaness og Garðabæjar frá árinu 2010 bæði sem formaður og aðalmaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Ég sat í bæjarstjórn Álftaness frá 2010 til 2012, var formaður bæjarráðs og fulltrúi í sameiningarnefnd sveitarfélaganna. Þá hef ég setið sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði Garðabæjar, leikskólanefnd og skólanefnd. Var formaður Sjálfstæðisfélags Álftaness og hef setið í stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. Einnig hef ég setið í stjórn Strætó bs.fyrir hönd sveitarfélagsins og átt sæti í umhverfisnefnd Sjálfstæðisflokksins auk annarra trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Ég gegni trúnaðarstörfum í atvinnulífinu og á sæti í stjórnum SA og SVÞ.

Ég er kvæntur Telmu Sigtryggsdóttur, verslunarstjóra, og eru dætur okkar María Sól, Karen Ósk, Ragnhildur Elva og Katla Diljá.